28.2.2008 | 09:34
Ekki er ég nú
góð í þessum bloggfærslum. Ég bara nenni ekki að sitja við tölvuna á kvöldin og pikka eitthvað inn, svona þegar ég er búin að vera við tölvuskjáinn allan daginn. Já, ég nefnilega vatt mínu kvæði í kross og hætti í Háskólanum! Ég er alveg búin að finna út að ég bara hef það ekki í mér að sitja við og lesa.. þó það sé skemmtilegur lestur. Það vantar upp á þolinmæði og aga til þess. Þannig að ég er komin aftur á framhaldsskóla stigið og sit reyndar akkúrat núna í Vörðuskóla þar sem nám í Tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík fer fram. Mér finnst þetta mjög gaman og hentar mér betur að vera að búa eitthvað til og vera að dunda mér við einhver verkefni heldur að lesa einhverja doðranta.
Svo eru það nýjustu fréttirnar. Á miðvikudaginn fékk ég að vita sennilega ástæðu fyrir verkjum sem ég hef fundið fyrir í fótunum. Mér var skellt í CT skann og viti menn, ég er með brotið Navilcular bein í ekki öðrum, heldur báðum fótum!!! Svo ég má ekki hlaupa og ekki hoppa.. sem er nú það eina sem ég geri mér til skemmtunar svona dagsdaglega hehe. En ég fer til læknisins á föstudaginn og þá fæ ég að vita meira hvernig framhaldið verður, og hvort þessi brot séu raunverulega ástæðan fyrir verkjunum.. Þannig að ég er búin að vera að spila á brotnum fótum í mestallan vetur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 10:41
Gleðilegt ár !!
Ég vil óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það liðna.
2007 var gott en 2008 verður ennþá betra
Hafið það sem allra best!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 16:39
daddara
Langt síðan seinast.. Það nýjasta er að ég er byrjuð í skólanum. Er sem sagt stúdent á líffræðiskor HÍ. Svo það er nóg að gera.
Annað nýtt er að nú er ég ekki lengur í ÍS. Liðið var lagt niður og gengum við til liðs við Val. Svo það sem heyrist núna á áhorfendabekkjunum er ÁFRAM VALUR!!! Þetta er rosa gaman og flott aðstaða svo þessi breyting er bara til batnaðar :) Svo líka svo fínir rauðir búningar hehe
Jæja farin að veiða í matinn,
Áfram Valur!
#8
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 19:29
Versló
Mikið var gott að komast heim í sveitina! Eins og við var að búast var bongóblíða á Síðunni á laugardaginn svo öllum var smalað af stað í útsýnisferð inn í Miklafell. Fjórir fóru á pallaranum, þrír á Musso túttujeppa ;) og við Halli prófuðum nýja fjórhjólið hans pabba. Þetta var rosa fjör og Halli viðurkenndi nú að það væri ekki svo slæmt að keyra hjólið, held nú bara að hann hafi fílað þetta í botn hehe. Mér finnst alltaf svo gott að komast þarna inneftir, anda að sér fjallaloftinu og setjast niður og horfa yfir afréttinn sinn og rifja upp góðar minningar um smalamennsku fyrri ára. Svo bragðast nestið aldrei betur einmitt þarna. Á sunnudag tókum við því svo bara rólega. Ákváðum reyndar að fara í gönguferð upp að Þórutjörn og koma því á hreint hvað það tæki nú langan tíma að ganga. Eitthvað höfðu menn misjafnar skoðanir á því og heyrðust bæði 45 og 35 mínútur. Tíminn sem leið frá því að klofað var yfir girðinguna á hlaðinu og þangað til ég gat vaðið út í tjörnina var 19 mínútur sléttar. Þar af 6 mín 54 sek upp á brún. Mér finnst það nú bara ágætt.
Takk fyrir helgina pabbi, Páll, Steinunn, Magnús, Kári og Elsa :) Ég hlakka til næsta skiptis þegar við verðum öll þarna.. vantaði bara Iðunni og Dóra núna en þau passa sig á að missa ekki af okkur næst ;)
Kveðja úr borginni
Þórunn, Halli og Tumi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 12:47
Ég get ekki beðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2007 | 11:57
Mér fannst svolítið skrítið
að finna allt í einu tóman pylsupakka á gólfinu frammi á gangi einn morguninn. Hugsaði með mér, hvenær vorum við með pylsur í matinn? Svo tók ég eftir að umbúðirnar voru nú frekar sjúskaðar og það var smá sandur í þeim. Hmm bíddu nú við. Morguninn eftir kem ég fram og aftur finn ég eitthvað á gólfinu, þá var það rifrildi af Morgunblaðinu. Heyrðu, við erum ekki áskrifendur af mogganum.. Sama dag fór ég út í garð og tók eftir að það var tómur poki utan af hamborgarabrauði fyrir utan gluggann hjá okkur. Meiri sóðar þessir borgarbúar, henda rusli út um allt og svo endar það í garðinum hjá okkur! Svo var það í morgun að hann Tumi okkar kemur og knúsar okkur eins og hann gerir hvern morgun þegar hann vill láta bæta í matardallinn sinn, nema hann er ekki einsamall heldur kemur með lítinn fugl upp í rúm! Sem betur fer var þetta lítill rauður bangsafugl en ekki dauður skógarþröstur.
Flestir kettir gera það einhvern tímann á ævinni að færa eigendum sínum veiði næturinnar að gjöf. Svo virðist sem Tumi sé lítið fyrir að veiða dýr, heldur hefur hann meiri áhuga á að koma inn með eitthvað annað skemmtilegt sem hann finnur á ferðum sínum á næturnar.
Þetta fékk mig nú reyndar til að hugsa um hvað við erum nú miklir sóðar, það er rusl úti um allt. Verum nú dugleg og hendum ruslinu í tunnuna og göngum vel um umhverfið okkar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 18:16
Útskrift
Hún litla systir mín hún Iðunn var nú bara að útskrifast í gær. Nú er hún með BA gráðu í táknmálsfræði og táknmálstúlkun. Alveg frábært
Innilega til hamingju með árangurinn sys
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 21:09
Vá ég er sko
búin að vera löt við að blogga! Það hefur bara verið nóg að gera. Til dæmis fórum við á HNLFÍ, þ.e. sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, heilsubaðkonur og læknir, til Sviss í maí. Það var alveg frábært! Við flugum út til Friedrichshafen í Þýskalandi á uppstigningardag og gistum á æðislegu sveitahóteli ísem var rétt við landamæri Þýs og Sviss 3 nætur. Svo notuðum við föstudaginn í að skoða tvær endurhæfingarstofnanir í Sviss. Það var mjög áhugavert. Laugardagurinn fór í að skoða Zürich þar sem var verslað smá og farið í siglingu um Zürichvatn. Glampandi sól og smá rauður blær kom yfir mannskapinn. Á sunnudag keyrðum við frá sveitahótelinu niður til Lüsern sem er "smærri" borg. Reyndar keyrðum við þar í gegn og leið sem lá að "drottningu fjallanna" fjallinu Rigi. Við gistum á fjallahóteli sem var í nokkuð yfir 1000m hæð yfir sjávarmáli. Sem sagt við ókum í þorp rétt hjá Lüsern þar sem við skildum bílana eftir og tókum tannhjólalest upp að hótelinu. Ekki hægt að keyra uppeftir. Svo fóru þeir hressustu í fjallgöngu upp á topp sem stendur í tæplega 1900m hæð. Þar svitnaði maður vel, og ekki veitti af því að þegar hér kemur við sögu höfðu flestar máltíðir ferðalagsins verið 3ja rétta að minnsta kosti. Útsýnið þarna uppi var meirháttar! Mánudagur rann upp og farið var aftur af stað til að kynna okkur starfsemi einnar stofnunar í viðbót. Svo á þriðjudagsmorgun fóru þreyttir ferðalangar upp í flugvél sem skilaði okkur á eyjuna góðu í norðri. Það vildi svo vel til að það var léttskýjað þegar við komum upp að landinu og þarna úr flugvélinni fékk ég nú einna besta útsýnið í ferðinni, þó að fegurðin hafi verið mikil í Sviss. Enda blöstu við kunnuglegir gamlir sjávarhamrar, græn og falleg tún og viti menn, Fossinn minn góði. Ég veifaði pabba, en ég held hann hafi verið upptekinn við sauðburð þannig að hann sá mig nú ekki.
Ég mæli með að sem flestir drífi sig í ferðalag til Sviss. Ég er til í að fara aftur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 11:11
Jibbíjeij
Jæja, kattarskömmin er fundin Ég ákvað að líta í kringum mig í garðinum bakvið húsið hjá okkur, bara svona á leiðinni út í bíl í morgun.. Kalla auðvitað kiskis. Þá heyrist loksins mjálm á móti. Ég hélt fyrst að hann væri lokaður inni í bílskúr hjá þeim á efstu hæðinni. Svo skríður hann fram undan einhverjum gömlum ofni sem er þarna við girðinguna. Þar voru fagnaðarfundir. Ég verð nú að segja að mér létti talsvert þegar greyið kom í ljós. Núna kúrir hann sjálfsagt með Halla þar sem hann er í fríi, tekur 2 vikur núna og afganginn seinna. Ég hef ákveðið að taka ekki frí í sumar, þar sem ég ætla að setjast á skólabekk í haust.
Nóg í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 23:17
:(
Ég hef sorgarfréttir að færa. Í dag urðum við svo óheppin að gestir sem fengu að gista hjá okkur skildu óvart eftir opinn gluggann inni í herbergi hjá sér. Hann Tumi okkar greip auðvitað tækifærið og laumaði sér út og hefur ekki sést síðan. Hann hefur aldrei farið út áður, enda bara hálfgerður kettlingur ennþá. Við erum búin að fara margar ferðir um hverfið og leita, fólk örugglega er farið að hrista hausinn yfir skrítna fólkinu sem glápir inn í garðana hjá þeim kallandi "kiskis". Ég vona svo innilega að kjánakisinn okkar skili sér nú heill á húfi. Við söknum hans soldið mikið.
Annars var óvissuferð hjá vinnunni á föstudaginn. Það mættu rúmlega tæplega 60 manns og var okkur öllum smalað inn í rútu og svo var keyrt af stað. Eftir að hafa farið heilan hring í hringtorginu var stefnan tekin í vesturátt. Enduðum við svo á Landnámssetri í Borgarnesi. Þar fengum við dýrindis lambasteik sem bráðnaði í munninum. Svo var sungið og sumir drukku meira en aðrir. Mjög gaman allt saman.
Á laugardag mættum við Halli svo upp á golfvöllinn í Hveragerði, því hann var að keppa í golfmóti. Ég var ráðin sem kylfuberi og gekk það alveg ljómandi vel, við löbbuðum um það bil 12 km þann daginn. Mestu tíðindin þann daginn voru þó þau að vinnufélagi minn frá HNLFÍ og formaður golfklúbbsins sá sér ekki fært að mæta og keppa eins og hann hafði hugsað sér. Á ég eftir að staðfesta það á morgun, en það gæti stafað af því að síðast spurðist af honum kl. 05.00 á laugardagsmorgun, þá ennþá í miðbæ Reykjavíkur. Ekki meira um það.
Ég ætla að hlaupa einn hring og leita að kisanum..
Tumi ! komdu heim!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)