Ekki er ég nú

góð í þessum bloggfærslum. Ég bara nenni ekki að sitja við tölvuna á kvöldin og pikka eitthvað inn, svona þegar ég er búin að vera við tölvuskjáinn allan daginn. Já, ég nefnilega vatt mínu kvæði í kross og hætti í Háskólanum! Ég er alveg búin að finna út að ég bara hef það ekki í mér að sitja við og lesa.. þó það sé skemmtilegur lestur. Það vantar upp á þolinmæði og aga til þess. Þannig að ég er komin aftur á framhaldsskóla stigið og sit reyndar akkúrat núna í Vörðuskóla þar sem nám í Tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík fer fram. Mér finnst þetta mjög gaman og hentar mér betur að vera að búa eitthvað til og vera að dunda mér við einhver verkefni heldur að lesa einhverja doðranta.

Svo eru það nýjustu fréttirnar. Á miðvikudaginn fékk ég að vita sennilega ástæðu fyrir verkjum sem ég hef fundið fyrir í fótunum. Mér var skellt í CT skann og viti menn, ég er með brotið Navilcular bein í ekki öðrum, heldur báðum fótum!!! Svo ég má ekki hlaupa og ekki hoppa.. sem er nú það eina sem ég geri mér til skemmtunar svona dagsdaglega hehe. En ég fer til læknisins á föstudaginn og þá fæ ég að vita meira hvernig framhaldið verður, og hvort þessi brot séu raunverulega ástæðan fyrir verkjunum.. Þannig að ég er búin að vera að spila á brotnum fótum í mestallan vetur Woundering

  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband