Versló

Mikið var gott að komast heim í sveitina! Eins og við var að búast var bongóblíða á Síðunni á laugardaginn svo öllum var smalað af stað í útsýnisferð inn í Miklafell. Fjórir fóru á pallaranum, þrír á Musso túttujeppa ;) og við Halli prófuðum nýja fjórhjólið hans pabba. Þetta var rosa fjör og Halli viðurkenndi nú að það væri ekki svo slæmt að keyra hjólið, held nú bara að hann hafi fílað þetta í botn hehe. Mér finnst alltaf svo gott að komast þarna inneftir, anda að sér fjallaloftinu og setjast niður og horfa yfir afréttinn sinn og rifja upp góðar minningar um smalamennsku fyrri ára. Svo bragðast nestið aldrei betur einmitt þarna. Á sunnudag tókum við því svo bara rólega. Ákváðum reyndar að fara í gönguferð upp að Þórutjörn og koma því á hreint hvað það tæki nú langan tíma að ganga. Eitthvað höfðu menn misjafnar skoðanir á því og heyrðust bæði 45 og 35 mínútur. Tíminn sem leið frá því að klofað var yfir girðinguna á hlaðinu og þangað til ég gat vaðið út í tjörnina var 19 mínútur sléttar. Þar af 6 mín 54 sek upp á brún. Mér finnst það nú bara ágætt.

Takk fyrir helgina pabbi, Páll, Steinunn, Magnús, Kári og Elsa :) Ég hlakka til næsta skiptis þegar við verðum öll þarna.. vantaði bara Iðunni og Dóra núna Errm en þau passa sig á að missa ekki af okkur næst ;)

 Kveðja úr borginni

Þórunn, Halli og Tumi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband