Vá ég er sko

búin að vera löt við að blogga! Það hefur bara verið nóg að gera. Til dæmis fórum við á HNLFÍ, þ.e. sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, heilsubaðkonur og læknir, til Sviss í maí. Það var alveg frábært! Við flugum út til Friedrichshafen í Þýskalandi á uppstigningardag og gistum á æðislegu sveitahóteli ísem var rétt við landamæri Þýs og Sviss 3 nætur. Svo notuðum við föstudaginn í að skoða tvær endurhæfingarstofnanir í Sviss. Það var mjög áhugavert. Laugardagurinn fór í að skoða Zürich þar sem var verslað smá og farið í siglingu um Zürichvatn. Glampandi sól og smá rauður blær kom yfir mannskapinn. Á sunnudag keyrðum við frá sveitahótelinu niður til Lüsern sem er "smærri" borg. Reyndar keyrðum við þar í gegn og leið sem lá að "drottningu fjallanna" fjallinu Rigi. Við gistum á fjallahóteli sem var í nokkuð yfir 1000m hæð yfir sjávarmáli. Sem sagt við ókum í þorp rétt hjá Lüsern þar sem við skildum bílana eftir og tókum tannhjólalest upp að hótelinu. Ekki hægt að keyra uppeftir. Svo fóru þeir hressustu í fjallgöngu upp á topp sem stendur í tæplega 1900m hæð. Þar svitnaði maður vel, og ekki veitti af því að þegar hér kemur við sögu höfðu flestar máltíðir ferðalagsins verið 3ja rétta að minnsta kosti. Útsýnið þarna uppi var meirháttar! Mánudagur rann upp og farið var aftur af stað til að kynna okkur starfsemi einnar stofnunar í viðbót. Svo á þriðjudagsmorgun fóru þreyttir ferðalangar upp í flugvél sem skilaði okkur á eyjuna góðu í norðri. Það vildi svo vel til að það var léttskýjað þegar við komum upp að landinu og þarna úr flugvélinni fékk ég nú einna besta útsýnið í ferðinni, þó að fegurðin hafi verið mikil í Sviss.  Enda blöstu við kunnuglegir gamlir sjávarhamrar, græn og falleg tún og viti menn, Fossinn minn góði. Ég veifaði pabba, en ég held hann hafi verið upptekinn við sauðburð þannig að hann sá mig nú ekki.

 Ég mæli með að sem flestir drífi sig í ferðalag til Sviss. Ég er til í að fara aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Vá þetta hefur verið meiriháttar ferð, til lukku með hana. Ég er get tekið undir meðmælin með þér því Alparnir eru æðislegt svæði, kíktum dálítið á Austurríki í fyrra sumar og það var líka meiriháttar. Takk fyrir allar hamingjuóskirnar mín megin. Bestu kveðjur Stína.

Kristín Jónsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband