Jibbíjeij

Jæja, kattarskömmin er fundin Smile Ég ákvað að líta í kringum mig í garðinum bakvið húsið hjá okkur, bara svona á leiðinni út í bíl í morgun.. Kalla auðvitað kiskis. Þá heyrist loksins mjálm á móti. Ég hélt fyrst að hann væri lokaður inni í bílskúr hjá þeim á efstu hæðinni. Svo skríður hann fram undan einhverjum gömlum ofni sem er þarna við girðinguna. Þar voru fagnaðarfundir. Ég verð nú að segja að mér létti talsvert þegar greyið kom í ljós. Núna kúrir hann sjálfsagt með Halla þar sem hann er í fríi, tekur 2 vikur núna og afganginn seinna. Ég hef ákveðið að taka ekki frí í sumar, þar sem ég ætla að setjast á skólabekk í haust. 

Nóg í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Æ það er nú gott að hann kom í leitirnar. Hvað á annars að fara að stúdera í haust?

kv. Stína

Kristín Jónsdóttir, 16.5.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband