13.3.2007 | 09:33
helgarvinnan
Loksins vorum við Halli dugleg og drifum í því að snúa öllu við á heimilinu. Eftir ýmiskonar tilfærslur kláruðum við sem sagt að flytja dót systur minnar út úr stóra herberginu, þrífa plássið hátt og lágt, og flytja okkar dót þangað inn. Síðan var að þrífa hitt herbergið (tjah svona aðeins allavega, brósi fær að sjá um afganginn) og færa dót bróður míns þar inn. Og jibbíí þá erum við komin með þessa fínu skrifstofu/gestaherbergi í litla herberginu :) Núna lítur þetta loksins út eins og manneskjur búi hérna en ekki einhverjir villimenn hehe. En það virðist alltaf fylgja eitthvað leiðinlegt með öllu góðu. Eins og þegar við máluðum eldhúsið og ganginn.. þá lá ég heima í 1 dag því að bakið og hendurnar sögðu stopp. Sama er upp á teningnum núna.. ég var fín framanaf degi í vinnunni í gær, en svo seinnipartinn voru handleggirnir orðnir ansi aumir. Svo í gærkvöldi var það bara ibufenið (bytheway ég tek ekki lyf nema í ýtrustu neyð) sem leyfði mér að sofna. Ég ákvað í morgun að vera heima í dag, enda með bólgna fingur og engan kraft í handleggjunum. Það er þá bara þvottadagur í staðinn. Veitir ekki af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.